Jafnréttisáætlun Myllunnar-Ora ehf. 2021 - 2024

Myllan-Ora hefur samþykkt jafnréttisstefnu sem er í samræmi við lög nr. 150/2020, 86/2018 sem og annarra laga, reglna og krafna er snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma. Hjá Myllunni-Ora er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta.

Jafnréttisstefnan nær til allra starfsmanna ​Myllunnar-Ora og ber sérhverjum starfsmanni að framfylgja henni.

Markmið MYLLUNNAR-ORA í jafnréttismálum eru: 

Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá fyrirtækinu. 

Stefnan, ásamt jafnréttisáætlun, skal yfirfarin í heild á þriggja ára fresti. Í tengslum við árlega rýni æðstu stjórnenda á jafnlaunakerfið er farið yfir markmið og árangur jafnlaunakerfisins og metið hvort það sé virkt og uppfylli markmiðin.Stjórnendur leggja mat á tækifæri til umbóta og þörf fyrir breytingu á jafnlaunakerfinu, þ.m.t. jafnréttisáætlun og meta eftir yfirferð hvort ástæða er til að breyta stefnu, aðgerðaráætlun eða mælikvörðum í samræmi við skuldbindingu um stöðugar framfarir. 

  Jafnréttisáætlun var samþykkt af framkvæmdarstjórn 03. mars 2021