Myllan-Ora ehf. hét áður ÍSAM ehf. Félagið á og rekur matvælaframleiðslu undir merkjum Myllunnar, Kexsmiðjunnar, Frón og Ora. Félaginu var um áramótin 2021/22 skipt upp og er ÍSAM (heildsala) nú hluti af Ó. Johnsson & Kaaber – ÍSAM ehf og sér áfram um sölu á Ora og Frón vörum. Starfsemi Myllunnar, Kexsmiðjunnar og Frón fer fram á Blikastaðavegi 2 í Reykjavík og Ora er í Vesturvör 12 í Kópavogi. Smellið á merkin til að fara á heimasíðurnar.